Litað úr birkiblöðum

Litað úr birkiblöðum

Monday, July 26, 2010

Jurtasöfnun




Síðasta vika var mjög góð til söfnunar á jurtum fyrir veturinn. Fór á Eyrarbakka og Stokkseyri og tíndi nokkrar tegundir svo sem mjaðurt, njóla, fíflablöð, krossmöðru, tágamuru og síðast en ekki síst rabarbara frá toppi til táar, nefnilega blöð til að þurrka, leggi í sultu og síðast en ekki síst rót til að saxa niður og lita úr. Það verður spennandi að sjá hvaða litur kemur úr því.

Monday, July 19, 2010


Tíndi maríustakk á Sigló, þurrkaði og setti í poka 8 x 100 g sem gott verður að grípa til í vetur. Næst er það njólinn í garðinum og sigurskúfur.

Monday, July 5, 2010


Við vorum að lita band í upphlutssvuntur, það verður spennandi að sjá hvernig þær koma út. Við lituðum líka kambgarn með blágresi sem var svo yfirlitað með indígó og einnig litunarskóf í nokkrum tónum.

Monday, June 28, 2010

Þá er bókin komin út !

Við stöllur erum mjög ánægðar með viðtökurnar.
Bókin er til sölu í verslun Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2E, verslunum Eymundsson um allt land og safnbúðum Árbæjarsafns, Þjóðminjasafns og Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa bókina eða taka hana í umboðssölu geta haft samband við Gerðu á gerda@skjatti.is eða Sigrúnu á sigrunh@ismennt.is.

Saturday, April 10, 2010

Foldarskart í ull og fat - Jurtalitunarbók


Í 13 ár höfum við verið að prófa okkur áfram í jurtalitun og safnað í sarpinn þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú er tími til kominn að við miðlum öðrum einhverju af því sem við höfum viðað að okkur. Við höfum því ákveðið að skrifa bók um jurtalitun og stefnum að því að hún komi út í maí 2010.
Með henni viljum við koma á prent hagnýtum leiðbeiningum um jurtalitun. Við kennum aðferðir sem byggja á gömlum hefðum en taka mið af nútíma þekkingu, aðstæðum og náttúruvernd og skila ágætum árangri þótt sleppt sé að nota ýmis eitruð hjálparefni sem áður voru notuð.
Á þessari síðu munum við vera með ýmsar uppýsingar og svara fyrirspurnum frá þeim sem vilja prófa að lita úr jurtum.
Kveðja, Sigrún og Gerða