Síðasta vika var mjög góð til söfnunar á jurtum fyrir veturinn. Fór á Eyrarbakka og Stokkseyri og tíndi nokkrar tegundir svo sem mjaðurt, njóla, fíflablöð, krossmöðru, tágamuru og síðast en ekki síst rabarbara frá toppi til táar, nefnilega blöð til að þurrka, leggi í sultu og síðast en ekki síst rót til að saxa niður og lita úr. Það verður spennandi að sjá hvaða litur kemur úr því.
Monday, July 26, 2010
Monday, July 19, 2010
Tíndi maríustakk á Sigló, þurrkaði og setti í poka 8 x 100 g sem gott verður að grípa til í vetur. Næst er það njólinn í garðinum og sigurskúfur.
Monday, July 5, 2010
Við vorum að lita band í upphlutssvuntur, það verður spennandi að sjá hvernig þær koma út. Við lituðum líka kambgarn með blágresi sem var svo yfirlitað með indígó og einnig litunarskóf í nokkrum tónum.
Subscribe to:
Posts (Atom)