Litað úr birkiblöðum

Litað úr birkiblöðum

Thursday, April 21, 2011

Gleðilegt sumar



Það sjást orðið greinileg merki um komandi litunarsumar. Hóffífillinn er farinn að láta á sér kræla, hann vex oft í röskuðum jarðvegi og vegköntum og blómstrar snemma á vorin. Eftir blómgun vaxa stór og þykk blöð sem henta vel til litunar. Best er að safna blöðunum þegar þau eru fullvaxin í lok sumars, hægt er að nota þau strax eða þurrka og geyma.