Litað úr birkiblöðum

Litað úr birkiblöðum

Saturday, April 10, 2010

Foldarskart í ull og fat - Jurtalitunarbók


Í 13 ár höfum við verið að prófa okkur áfram í jurtalitun og safnað í sarpinn þekkingu, hugmyndum og reynslu. Nú er tími til kominn að við miðlum öðrum einhverju af því sem við höfum viðað að okkur. Við höfum því ákveðið að skrifa bók um jurtalitun og stefnum að því að hún komi út í maí 2010.
Með henni viljum við koma á prent hagnýtum leiðbeiningum um jurtalitun. Við kennum aðferðir sem byggja á gömlum hefðum en taka mið af nútíma þekkingu, aðstæðum og náttúruvernd og skila ágætum árangri þótt sleppt sé að nota ýmis eitruð hjálparefni sem áður voru notuð.
Á þessari síðu munum við vera með ýmsar uppýsingar og svara fyrirspurnum frá þeim sem vilja prófa að lita úr jurtum.
Kveðja, Sigrún og Gerða